Allir sem ferðast til Noregs skulu í 14 daga heimaeinangrun, nema þeir hafi aðeins verið í Svíþjóð eða Finnlandi.

Hafi einstaklingur verið í öðru landi síðustu 14 daga fyrir komu til Noregs skulu þeir í heimaeinangrun þrátt fyrir að ferðast í gegnum Svíþjóð eða Finnland.

Að sögn farþega frá Íslandi, sem er norskur ríkisborgari og búsettur í Noregi, og kom til Noregs í morgun, með hálftómri vél Icelandair á Gardermoen var viðkomandi bent á að fara heim í 14 daga heimaeinangrun.

Að sögn hans gilti það sama um íslenskan ríkisborgara með skráð heimilisfang í Noregi eða atvinnu þar. Þeirra bíður 14 daga heimaeinangrun við komuna til Noregs frá Íslandi.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn Noregs segir:

Vegna þróunnar útbreiðslu kórónaveirunnar í Danmörku og Íslandi er nú ákveðið að fólk sem kemur frá þessum löndum verður að vera í 14 daga heimaeinangrun, segir heilbrigðis, ummönnunarmálaráðherra Noregs Bent Høie.

§ 1.Karanteneplikt
Personer som ankommer Norge fra andre land enn Sverige eller Finland, skal oppholde seg i karantene i 14 dager etter ankomst til Norge. Bestemmelsen gjelder også for personer som ankommer Norge fra Sverige eller Finland, og som har oppholdt seg i andre land i løpet av de siste 14 dagene.
En person i karantene skal oppholde seg i eget hjem eller annet egnet oppholdssted. Personen kan bare oppholde seg utenfor hjemmet eller oppholdsstedet såfremt nærkontakt med andre personer unngås.

Nánar má lesa um greinina að ofan hér og heildareglugerðina hér.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.