Erna Sólberg forsætisráðherra Noregs kynnti tillögur og neyðaraðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar hér í landi.

Aðgerðirnar eru víðtækar og hafa gríðarleg áhrif á íbúa landsins og ferðmenn sem hingað leita.

Nokkrar af þeim aðgerðum sem farið er í núna er:

* Öllum skólum á öllum námsstigum er lokað frá og með föstudeginum 13. mars. Tæplega 900.000 börn, unglingar og háskólanemar munu því sitja heim næstu vikurnar ásamt kennurum við þessa skóla.

* Öllum rakara-, hárgreiðslu, snyrti-, nudd- og húðflúrstofum skal lokað frá og með kl. 18 í dag, fimmtudaginn 12. mars og í næstu tvær vikur eða til 26. mars til að byrja með.

* Öllum íþróttaviðburðum er frestað þar til annað er ákveðið.

* Öllum kvikmyndahúsum í Noregi skal lokað frá og með kl. 18 í dag, fimmtudaginn 12. mars og í næstu tvær vikur eða til 26. mars til að byrja með.

* Öllum Norðmönnum á ferðlagi erlendis er ráðlagt að snúa heim hið fyrsta.

* Matsölu- og vínveitingastöðum ert gert að halda fjarlægð milli viðskiptavina sinna og takmarka fjölda gesta við 50

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.