Gæti verið að margir telji mig histeríska og so be it en vildi bara minna fólk sem ætlar sér heim til Íslands á næstunni á að meta aðstæður vel. Þá meina ég að hugsa hvort þið hafið verið i návist við smitaða eða ef þið eruð sjálf með einhvern grun um að þið gætuð borið veiruna. Eins að huga vel að handþvotti á flugvellinum og við heimkomu.


Ég veit að það eru mörg smit á Íslandi en það sakar ekki að við pössum okkur líka að koma ekki með ný smit héðan frá Noregi. Ég hugsa mikið til fjölskyldu og vina á klakanum og vona innilega að það takist að hefta útbreiðsluna þar.
Ég veit að það eru margir sem munu fussa og sveia yfir þessum skrifum mínum en ég tek þá áhættu 😊 Ég get sjálf ekki lagt mikið af mörkum til að hjálpa, annað en að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda og vekja þó ekki væri nema einn til umhugsunar.

Katrín Elva Eiríksdóttir, iðjuþjálfi Noregi

1 thought on “Aðsent bréf |Gætum að smiti á kórónavírus frá Noregi

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.