Klúbburinn Íslensk matarmenning bryddar upp á skemmtilegri nýjung í ár. Klúbburinn mun halda sprengidaginn hátíðlegan með því að bjóða upp á saltkjöt og baunir á laugardaginn (hlaupárslaugardag) 29. febrúar 2020.

Í tilkynningu frá klúbbnum (sem finna má hér https://facebook.com/events/s/saltkjot-og-baunir-tukall/988935888159997/?ti=as ) kemur eftirfarandi fram:

Við munum hafa þann háttinn á að fólk getur komið og fengið sér að borða á staðnum eða tekið með sér milli kl. 14.00 og 18.00. Boðið verður upp á baunasúpu og saltkjöt með öllum því góðgæti sem því fylgir, fyrir aðeins 270 kr. Ekki þarf að greiða fyrirfram heldur borgað á staðnum. Erum ekki með posa en tökum við seðlum eða vipps. Við ætlum að selja t.d. rúgbrauð, hunang og sennilega einhverjar íslenskar vörur. Okkur þætti mjög vænt um að fólk myndi láta vita hvort það ætlar að koma, upp á hversu mikið saltkjöt og aðrar vörur, við þurfum að kaupa, en tökum vel á móti öllum, líka þeim sem ekki láta vita. Fólk getur líka tekið með heim ef þad vill.

En hver eruð þið í matarklúbbnum íslensk matarmenning?

Íslensk matarmenning er áhugamannahópur um íslenskan mat og matarmenningu. Við eigum ekki í neina sjóði að sækja og erum ekki á fjárlögum hjá norska ríkinu Við brennum fyrir því að halda upp á íslenskar matarvenjur hjá okkur sem búum hér í Noregi.

Utan um íslenska matarmenningu halda hjónin Ágúst Jóhannsson og Anna Hjaltadóttir, Snorri Þórsson og Elín Sesselja Guðmundsdóttir.

Hlökkum til að sjá ykkur, laugardaginn 29. febrúar.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.