Jónína Aradóttir tónlistarkona ásamt hljómsveit sinni er komin áfram í lokakeppni í Global Battle of the Bands í Noregi.

Hljómsveit hennar tók tvö frumsamin lög á sviðinu á Hard Rock í gær við góðar undirtektir gesta í salnum. Aðrir í hljómsveit Jónínu er þau Rebekka Ingibjartsdóttir, Anna Helgadóttir, Jónas Elí og Hans Friðrik Hilaríus

Jónína er fædd á Íslandi 1982 að Hofi í Austur-Skaftafellssýslu og bjó frá árinu 2010 í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á tónlist í Los Angeles í Kaliforníu. Hún hefur búið og starfað að tónlist sinni í Noregi síðan 2018.

Frá árinu 2018 hefur Jónína túrað um Noreg, Svíþjóð og Danmörku auka Íslands og haldið tónleika víða.

Aðrar hljómsveitir sem komust áfram voru: Arata, Stone Heart, Rotten Apples, Flatline Feedback, Lüdo og MORNING CROWS

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.