Danski flugherinn aðstoðar Landhelgisgæslu og björgunarsveitir við leitina

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðulandi Eystra á Íslandi kemur fram að drengurinn heiti Leif Magnús Grétarsson og sé til heimilis að Heiðarvegi 58 Vestmannaeyjum.

Leif Magnús er 16 ára gamall og fæddur í Noregi árið 2003 af norskri móður og íslenskum föður. Hans hefur verið saknað eftir að flóðalda hreif hann með sér við Núpá í Eyjafirði þann 11. desember s.t.

Leif Magnús Grétarsson

Samkvæmt heimildum Nýja Íslands bjó Leif Magnús áður í Mandal í Suður-Noregi en frá 8 ára aldri hefur hann verið búsettur hjá föður sínum í Vestmannaeyjum á Íslandi eftir að móðir hans var myrt á hrottalegan hátt af þá verandi unnusta sínum árið 2011.

Finna má umfjöllun um morðið frá 2011 á MBL.is og NRK.no

Heidi Thisland Jensen
Mynd: JAKOB PRIÈSNER / LINDESNES AVIS

1 thought on “16 ára gamals norsks-íslensks drengs saknað á Íslandi eftir óveðurstorm

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.