Vy hefur unnið þriðja útboð norska sambönguráðuneytis er varðar lestarsamgöngur í Noregi og mun því reka Bergen lestarleiðina næstu 11 árin.

Á fréttamannafundi norska samgönguráðuneytisins nú kl 12 kom fram í máli Kirsti Slotsvik forstjóra norsku Járnbrautalestastofnunarinnar að inni í þessum útboðspakka væru einnig leiðirnar milli Arna-Bergen ásamt Vossa lestarleiðinni. Einni kom fram að með tilboði sínu sló Vy út alla samkeppni bæði í verði og að gæðum.

 

Kirsti Slotsvik forstjóri norsku Járnbrautalestastofnunarinnar

Vy, sem er hið gamla norska ríkislestarfélag, hét áður Norges Statsbaner (NSB) tapaði fyrstu tveimur útboðum á lestarleiðum norska ríkisins. Annarsvegar var um að ræða Stavanger lestrarleiðina sem breska lestarfélagið Go-Ahead vann og mun keyra sína fyrstu lest 15. desember næstkomandi og hinsvegar Norðurleiðinni til SJ (Statens Järnvägar) sem mun hefja lestarferði til norður Noregs frá Þrándheimi sumarið 2020. 

Í þessu útboði snérust hlutverk kaupanda og verksala við þannig að Vy mun greiða norska ríkinu 2,2 milljarða norskra króna fyrir réttinn til að reka lestar á leiðinni milli Ósló og Bergen.

Aðrir tilboðsaðilar í þessu útboði voru Arriva, sem er í eigu Deutsche Bahn og sænska lestarfélagsins SJ.

Fyrsta lestarferðin samvæmt þessu nýja samningi verður 23. desember 2020 og gildir samningurinn í 11 ár.

Óljóst er enn hvort eða hvaða breytingar þetta mun hafa í fðr með sér fyrir farþega á leiðinni milli Ósló og Bergen en Vy er í dag rekstraraðili að þeim lestum sem keyra þessa leið. Sa

Vy

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.