Hamborgarabúlla Tómasar hefur nú lokað starfssemi sinni í Ósló. Tveir veitingastaðir voru reknir undir það síðasta, einn á Torggötu og annar í Grünerløkka-hverfinu.

Samkvæmt heimildum Nýja Íslands má rekja erfiðleika í rekstri til þess að leigusamningi fyrir veitingastað Búllunar í Grünerløkka, ásamt allavega einum öðrum leigutaka þar, var sagt upp. Heimildir herma að húseigandi sé að fara að hefja endurnýjun húsnæðisins í þessu ört vinsæla hverfi.

Rekstrarfèlag staðanna í Noregi er gjaldþrota og starfsfólk fékk ekki greidd laun um síðustu mánaðarmót.

1 thought on “Hamborgarabúlla Tómasar hefur lokað stöðum sínum í Ósló

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.