Það verða glæsilegir fulltrúar íslenskrar tónlistarmenningar sem ljá krafta sína jólatónleikum sem haldnir verða þann 7. desember í Ósló

𝐄𝐟𝐭𝐢𝐫𝐭𝐚𝐥𝐝𝐢𝐫 𝐥𝐢𝐬𝐭𝐚𝐦𝐞𝐧𝐧 𝐤𝐨𝐦𝐚 𝐟𝐫𝐚𝐦

Rebekka Ingibjartsdóttir ásamt Sissel Kyrkjebø á tónleikum í Hörpu í desember 2018.

Rebekka Ingibjartsdóttir
Rebekka er 23 ára tónlistarkona. Hún hefur komið fram sem fiðluleikari, söngvari og kórstjóri en hún er núna á sínu þriðja ári í kandidatnámi í kórstjórn og söng við norska tónlistarháskólan. Hún stjórnar Söngflokknum LAFFÍ vokalensemble og var í fyrra valin til að syngja dúett með Sissel Kyrkjebø, í Hörpu á jólatónleikum hennar þar.

Eiríkur Hauksson

Eiríkur Hauksson er fyrir löngu orðin goðsögn í lifanda lífi.

Kolbeinn Jón Ketilsson

Kolbeinn lauk burtfararprófi frá Nýja Tónlistarskólanum og síðar frá Tónlistarháskóla Vínarborgar. Hann hefur sungið mörg veigamestu tenórhlutverk óperubókmenntanna, m.a. titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Don Carlo og Parsifal, Tristan og Tannhäuser, Lohengrin, Florestan, Erik, Tamino, Max, Cavaradossi og Don José. Hjá Íslensku óperunni hefur hann m.a. sungið Alfredo í La Traviata, Rodolfo í La Bohème, Erik í Hollendingnum fljúgandi og Tenórinn í Ariadne á Naxos.

Margrét Brynjarsdóttir

Margrét, mezzosópran, hefur víða komið fram á tónleika- og óperusviðum Evrópu og Bandaríkinna. Henni hefur hlotnast ýmis verðlaun og styrkir, þar á meðal Listamannalaun Norska ríkisnins. Margrét stundaði nám í óperusöng og sviðsframkomu í Svíþjóð, Englandi og Noregi þar sem hún starfar í dag sem sönkona og sönkennari.

Ómar Diðriksson

Ómar Diðriksson söngvaskáld hefur gefið út 5 geisladiska með eigið efni. Hann starfar sem hársnyrtimeistari og tónlistarmaður í Ósló.

Tónlist Ómars má finna á Spotify, iTunes og öllum helstu streymiveitum.

Arndís Rán Snæþórsdóttir

Arndís Rán er íslensk söngkona búsett í Noregi. Hún hefur tekið þátt í Norske Talenter og komst í undanúrslit. Núna skrifar hún sína eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify.

Gróa Hreinsdóttir​

Gróa ​ er menntaður píanókennari og kórstjóri. Vann við það ásamt organistastörfum á Íslandi en flutti til Noregs 2015 og er nú organisti og kórstjóri í Drammen.

Sem píanisti hefur hún spilað með fjölda kóra, einsöngvara og hljóðfæraleikara og einnig í leiksýningum. Sem kórstjóri má nefna störf hjá : Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, kirkjukór Njarðvíkur, Kór Seljakirkju, Kvennakór Kópavogs, Borgarkórinn auk fjölda barnakóra, fyrirtækjakóra og kóra eldri borgara. Gróa er fráskilin móðir 5 barna og eru elstu synirnir þekktir tónlistarmenn á Íslandi.

Inga Tora Hallvardsdottir

Inga hefur alla tíð sungið. Hún hefur verið í hljómsveit sem ekki tók sig of alvarlega en bandið hét UKM (ungæðis menningar hegðun / ungdommens kultur mønstring). Hún hefur stigið á stokk og hafið upp raust sína við hina ýmsu viðburði Við tendrun jólaljósa í Mjøndalen, sungið í brúðkaupi og fleiri viðburði. Hingað til hefur hún samið og skrifað tónlist sér mest til gamans.

Jónas Elí

Jónas Elí hefur komið víða við og kembt ýmis grös. Sem gítarleikari á Íslandi byrjaði hann ferilinn sem blúsbastarður sem flakkaði á milli öldurhúsa og spilaði á mörgum helstu vatnsholum Reykjavíkur í mörg ár bæði blús og dægurtónlist.

Hann fór svo til London að læra tónlist í Institute of Contemporary Music Performance og Univeristy of East London og tók sína gráðu þar. Hann ílengdist þar og notaði þau harnær 8 ár í að spila með ótal ólíkum listamönnum.

Næsta stopp, var Osló þar sem hann hefur haldið áfram að spila með margskonar listafólki og kenna tónlist.

Inga Þyri Þórðardóttir

Inga Þyri hefur búið í Ósló frá 2010 og sungið með kvartettinum 3 raddir Beatur.

Guðbjörg Magnúsdóttir

Guðbjörg hefur verið starfandi sem söngkona á Íslandi allt frá árinu 1997. Hún bjó í Þýskalandi frá 1993-1997 og má segja að söngferillinn hafi byrjað þar með hinum ýmsu verkefnum.

Þegar Guðbjörg fluttist heim frá Þýskalandi fékk hún boð um að syngja bakraddir ásamt Andreu Gylfadóttir og Regínu Ósk með Dúndurfréttum við uppsetningu á Dark Side of the Moon í Borgarleikhúsinu m.a.

Stuttu síðar fékk Guðbjörg hlutverk í uppfærslu á Broadway undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Guðbjörg tók þátt í fjölmörgum uppfærslum á Broadway næstu árin þar á eftir.

Guðbjörg hefur m.a sungið inn á teiknimyndir, sungið í ótal hjónavígslum, árshátíðum, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins bæði sem einsöngkona og sem bakraddasöngkona, bæði á Íslandi og í stóru keppninni í Svíþjóð árið 2000. Guðbjörg er í sönghópnum Prímadonnur sem fluttu lög frá ABBA í fjöldamörg ár.

Guðbjörg gaf út geisladiskinn Vindurinn Veit árið 2012, þar sem hún syngur íslenska texta við þekkt lög. Eitt lag á þeim disk er þó frumsamið og er til minningar um son hennar sem lést árið 2007.

Guðbjörg hefur bæði lokið einsöngvaranámi og kennaranámi frá The Complete Vocal Institut í Kaupmannahöfn og starfar sem söngkennari/vocal coach. Guðbjörg starfaði einning sem söngkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar í mörg ár.

Guðbjörg fluttist til Noregs með eiginmanni og dætrum árið 2014 og starfar þar

Erdna Ragnheiður Varðardóttir

Erdna Ragnheiður Varðardóttir á langan feril að baki sem söngkona innan rythmiskrar tónlistar og hefur komið víða við. Hún var hluti af Gospelkór Fíladelfíu, Gospelkór Reykjavíkur og Gospelkompaníinu, ásamt sólóferli. Erdna hefur sungið inná fjöldann allan af útgefnu tónlistarefni en er einna þekktust fyrir þáttöku sína á Jólatónleikum Fíladelfíu “Fyrir þá sem minna meiga sín” sem um árabil voru sýndir á RÚV. Erdna er í dag söng- og tónlistarkennari við Muno Musikkskole i Sandefjord.

Jón Arnar Einarsson

Jón Arnar byrjaði að spila á básúnu í lúðrasveit í Asker 2005 og hefur síðan komið fram spilandi á básúnu, píanó, langspil og syngjandi. Hann er á sínu þriðja ári í námi við Norges musikkhøgskole.

Lilja Margrét Ómarsdóttir

Lilja Margrét söngkona heffur hefur lært á píanó hjá Ülle Hahndorf í tónlistarskóla Rangæinga og söng hjá Eyrúnu Jónasdóttur í tónsmiðju Suðurlands.

Jónína G. Aradottir

Jónina er uppalin frá Hofi í Öræfasveit, þar sem fjárbúskapur og kartöflur var lífbrauð hjá fjölskyldunni sem færðist síðar út í ferðaþjónustu. Sækir Jónína oft innblástur fyrir verk sín þangað suður undir jökul en hún semur texta og tónlist sjálf og má segja að stíll hennar flokkist undir fólk, kántrý, allt frá fallegum ljúfum tónum í léttleika og grín.

Eftir skólagönguna í L.A. hefur Jónína túrað tvisvar um vesturhluta Bandaríkjanna vorið 2013 og svo aftur ári síðar. En vorið 2013 gaf hún út sína fyrstu plötu, EP, sem heitir Jónína Aradóttir og hefur að geima 5 af hennar lögum.

Ágúst Jóhannsson

Ágúst , fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi og síðar í Hveragerði. Hann hefur búið í Noregi síðan janúar 2011.

Ungur að árum lærði Ágúst á klarinett í tónlistaskóla Kópavogs, 12 ára gamall lagði hann klarinettið á hilluna og keypti sér bassa og stundaði nám í FÍH, fyrst hjá Árna Scheving og síðar hjá Gunnari Hrafnssyni.

Helstu hljómsveitir W5, Quatro, Gypsi og Exist.

Lárus Stefán Jóhannesson

Lárus byrjaði sinn hljóðfæraleik hjá Aage Lorens og þá á píanó. Þar lærði hann frá 6 ára aldri. 12 ára byrjaði hann að læra á trommur hjá Jóhannesi Eggertsyni. Byrjaði í Lúðrasveit Laugarnesskóla sama ár og spilaði í henni þangaði til hann varð 16 ára. Sama ár fór hann í FÍH og lærði hjá Gulla Briem trommuleikara í eitt ár. Eftir það byrjaði hann í Lúðrasveit Verkalýðsins og spilaði í henni í 15 ár.

Í lúðrasveitinni var stofnuð Dixyland grúppa og var Lárus trommari í því. Meðfram þeim tíma var hann í poppgrúppum sem voru tengdar skólum og þar spilaði hann meðal annars með Bjössa í Greifunum og Róbert Þórhallssyni bassaleikara.

Meðfram þessu ævintýri hefur hann alltaf haldið við píanóleiknum og gerir enn ásamt því að spila á trommur.

Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson

Hans hóf tónlistarnám sitt 4 ára að aldri og spilaði fyrsta launaða giggið aðeins 5 ára að aldri. Hann hefur komið víða við á ferlinum, jafnt sem píanó- og hljómborðsleikari, harmonikkuleikari, bassa- og gítarleikari og Hammond organisti.

Hann hefur unnið með aðilum á borð við Rúnar Júlíusson, Ragnar Bjarnason, Eyþór Inga Gunnlaugsson, Jóhönnu Guðrúnu, Stefán Jakobsson, Aron Birkir, Ofnæmir, Volta, Ómar Diðriksson o.fl. ásamt því að sinna útsetningum og upptökum. Hans er í dag listamaður hjá Hammond Suzuki Europe og mun leika á Hammond orgel og önnur hljómborð á tónleikunum.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Kristín Magdalena sópran er fædd á Seiðisfirði og uppalin í Borgarnesi. Byrjaði í Söngskólanum í Reykjavík 1990 og var þar til 1991, hjá Eiði Gunnarssyni og síðan hjá Valgerði Gunnarsdóttir. Næst var það Tónlistarskólinn á Akranesi hjá Sigurði Bragasyni söngvara, tónskáld og söngkennara. Síðan var það Tónlistarskólinn í Borgarnesi hjá Dagrúnu Hjartardóttur.

Kristin hefur undanfarin ár haft það aðalhlutverk að ala upp börn, bæði sín og annara og haft sönginn í aukahlutverki. Og sungið við ýmis tækifæri hina ólíku tónlistarstíla.

Ísold Hekla Apeland

Ísold Hekla er en fædd á Íslandi en er hálfur norðmaður sem liggur mikið á hjarta. Hún er á þriðja ári í tónlistardeild í framhaldsskóla og skrifar lög í stríðum straumi. Ísold Hekla elskar jól og hlakkar mikið til jólanna.

Fríða Árnadóttir

Fríða hefur búið í Osló í 10 og þú hefur ekki lent í góðu partýi ef þú hefur ekki séð hana draga fram gítarinn og syngja nokkra vel valda slagara. Fríða er núna að stíga sín fyrstu skref sem lagahöfundur og gefur út nýtt lag á dögunum með hinum valinkunna Mark Steiner. Hún er einnig aðalsöngkona eðalflugsveitarinnar Moist Wings.

Arndís Rán Snæþórsdóttir: Söngur/vocal
Ágúst Jóhannsson: Bassi/ bass
Eiríkur Hauksson: Söngur/vocal
Erdna Ragnheiður: Söngur/vocal
Fríða Árnadóttir: Söngur/vocal
Guðbjörg Magnúsdóttir: Söngur/vocal
Gróa Hreinsdóttir: Pianó/piano
Hans Friðrik Hilarius Guðmundsson: Hammond orgel hljómborð/Hammond orgel keybord
Inga Tora Hallvarðsdóttir: Söngur/vocal
Inga Þyrí Þórðardóttir: Söngur/vocal
Isold Hekla Apeland: Söngur/voval
Jonina G Aradóttir: Söngur/vocal
Jónas Elí: Rafgítar/electric gítar
Jón Arnar: Básúna/basun
Kolbeinn Jón Ketilsson: Söngur/vocal
Kristín Magdalena: Söngur/vocal
Lárus Stefán Jóhannesson: Trommur, slagverk/drums, percussion
Lilja Margrét Ómarsdóttir: Söngur/vocal
Margrét Brynjarsdóttir: Söngur/vocal
Ómar Diðriksson: Gítar,söngur/gitar,vocal
Rebekka ingibjartsdóttir: Söngur, fiðla/vocal,violin

𝑴𝒊ð𝒂𝒗𝒆𝒓ð 𝒆𝒓 þ𝒂ð 𝒔𝒂𝒎𝒂 𝒐𝒈 𝒊́ 𝒇𝒚𝒓𝒓𝒂 𝑵𝒐𝒌 300,-

Miðasala á heimasíðunni https://www.deltager.no/jol_i_oslo_07122019

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.