Boðað er verkfall hjá landssamtökum stéttarfélaga lestarstarfsmanna (Norsk Jernbaneforbund – NJF) þann 31. október milli klukkan 14 og 16 fái þeir ekki áheyrn norskra stjórnvalda (ríkisstjórnar og þings) um innleiðingu fjórða járnbrautarsamgöngupakka Evrópussambandsins.

Allar ferðir lesta falla niður á þeim tíma auk þess sem önnur stéttarfélög í almenningssamgöngum muni styðja verkfallið með einum eða öðrum hætti og því er hætta á að aðrar almenningssamgöngur s.s. strætisvagnar, bátar, jarðlestar og sporvagnar geti fallið niður á þessum tíma.

Samtökin skipulögðu einnig verkfall af sama tilefni þann 1. október síðastliðinn þegar allar lestarsamgöngur voru stöðvaðar milli klukkan 12 og 14 þann dag.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.