Vefmiðilinn Nýja Ísland óskar Íslendingum og velunnurum í Noregi og um heim allan gleðilegan þjóðhátíðardag. Í tilefni dagsins bjóðum við lesendum að velja sér útgáfu að eigin vali á laginu af „Sautjánda júní“ sem upphaflega var flutt af hljómsveitinni Dúmbó og Steina og samið af Hauki Ingibergssyni og textinn af Bjartmari Hannessyni. Textann má finna hér neðst undir lagatilvísunum og því er engin ástæða til að syngja ekki með.

Sautjándi júní

Texti

17. JÚNÍ

Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson
Flytjendur: Upplyfting

– Finndu lag dagsins á Nýja Íslandi hér https://wp.me/p9pE0A-VP


Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.