Hugleiðsluskólinn Lótushús úr Garðabæ heimsækir Ósló og Bergen

Listin að hugleiða

Þau Þórir Barðdal og Stefanía Ólafsdóttir, hugleiðsluleiðbeinendur frá Lótushúsi, munu bjóða upp á ókeypis hugleiðslunámskeið í Ósló og Bergen næstu daga.
En við spurðum Stefaníu að því hvað kom til að þau ákváðu að koma með námskeið til Noregs.

Við höfum séð í gegnum árin að námskeiðin sem við bjóðum uppá í Lótushúsi höfða til breiðs hóps fólks og hafa gagnast fjölmörgum við að takast á við streituna sem oft fylgir lífi nútímamannsins. Sú hugmynd kviknaði fyrir nokkru að það væri gott að geta boðið upp á þessi námskeið fyrir nágranna okkar í Noregi og við ákváðum nú fyrir stuttu að láta verða af því.

Við spyrjum um Lótushús og Þórir svarar:

Lótushús er hugleiðsluskóli af indverskum uppruna sem hefur boðið upp á fjölbreytt hugleiðslu- og sjálfstyrkingarnámskeið í yfir 20 ár. Þúsundir Íslendinga hafa sótt námskeið á vegum skólans og árið 2017 hlaut Lótushús Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir jákvætt framlag til íslensks samfélags. Öll námskeið á vegum skólans eru ókeypis og starfsemin rekin fyrir frjáls framlög.

Stefanía verður fyrir svörum þegar við spyrjum hverju fólk megi búast við sem kemur á námskeiðin í Noregi?

Við munum kenna undirstöðuatriði Raja Yoga hugleiðslu sem er einföld en áhrifarík leið til að byggja upp innri frið og andlegan styrk.
Þórir: Markmiðið er að fólk læri gagnlegar aðferðir sem það getur strax byrjað að nýta sér í daglegu lífi. Við hlökkum til að bjóða upp á námskeiðin í Noregi og bjóðum Íslendinga alveg sérstaklega velkomna.

Viðburðirnir á Facebook

Ósló: https://www.facebook.com/events/388131415356946/
Bergen: https://www.facebook.com/events/412654315961231/

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.