Um 45 manns eru nú búnir að kaupa sér miða á Þorrablót Hrafnaflóka 2019​ sem Íslendingafélagið Hrafnaflóki Tromsö​ stendur fyrir.

Jón Bergmann Sigfússon​ formaður Hrafnaflóka mun verða kynnir og veislustjóri kvöldsins samkvæmt hefð.

Salurinn tekur allt að 60 manns í sæti og því enn nokkrir miða í boði en síðustu ár hefur verið uppselt og er gert ráð fyrir því að allir miðar seljist fyrir laugardagskvöldið.
Þorrablótið er stærsta samkoma Hrafnaflóka og því notar félagið tækifærið og heldur aðalfund á sama tíma.

Það eru Eimskip, Nergård, Gamvik seafood, Northern Lights Tromsø og Elvevoll Settefisk AS sem, að sögn Jón Bergmans, styrkja félagið til að halda þorrablótið í ár.

 

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.