Nú er yfir 115 miðar seldir á þorrabótið sem haldið verður af Íslendingafélaginu í Stafangri laugardaginn 16. febrúar. Það eru því aðeins um örfá sæti laus fyrir matgæðinga.

Kynnar verða þær Sigurbjørg Stefansdottir​ formaður Íslendingafélagsins í Stavanger og Helga Rut Torfadóttir​ ritari félagsins.

Tónlist verður í höndum Stuðbands Benna Sig sem kemur frá Vestfjörðum á Íslandi. Að sögn þá munu þeir taka alla slagarana sem tilheyra góðu þorrablóti.

Panta þarf miða með því að senda tölvupóst á kasserer@island-norge.no en borga verður með því að leggja inn á reikning félagsins nr: 3250 54 80200.
Miðinn kostar 650 kr. Munið að skrifa nöfnin á öllum þeim sem er verið að greiða fyrir i meldingu netbankans og skrifa út kvittun úr netbankanum sem gildir sem miði á Þorrablótið.

Ritstjórn vefmiðilsins Nýja Íslands mun leggja land undir fót til að fylgjast með og fjalla um þorrablót Íslendingafélaga í Noregi.

– Vefmiðillinn Nýja Ísland​
– @Íslendingafélagið í Stavanger

Birtar verða greinar, umfjallanir, ljósmyndir og fréttamyndbönd af viðburðunum á vefsíðu miðilsins ásamt Facebook síðu.

Fylgist með á næstu dögum.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.