Nú er farið að fækka lausum miðum á þorrablótið í Ósló sem haldið verður laugardaginn 23. febrúar. Samkomuhúsið tekur um 250 manns til borðhalds og það eru aðeins 20 miðar eftir.

 

Það fer því hver að verða síðastur að bóka miða. Miðinn kostar 650 kr og panta þarf hjá Íslendingafélaginu í Ósló á tölvupósti merkt Þorrablót 2019 á netfanginu isioslo@gmail.com – Mikilvægt að símanúmer og rétt heimilisfang fylgi með.

Sagene Festivitetshus

Leave a comment.

Your email address will not be published. Required fields are marked*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.