Þann 11. desember næstkomandi verða haldnir tvennir jólatónleikar íslenskra tónlistarmanna sem búsettir eru í Noregi. Fyrri tónleikarnir verða kl. 18:00 og þeir seinni kl 21:00

Yfirskrift tónleikana er Jól í Ósló – Stórtónleikar íslenskra tónlistarmanna í Noregi  og munu hátt í 40 tónlistarmenn koma þar fram bæði á eigin vegum sem og í kór. Tónleikarnir verða haldnir í Nordic Black Theatre & Cafeteatret sem er til húsa að Hollendergt 8 í Ósló

Tónlistarstjórar eru þau Ómar Diðriksson og Gróa Hreinsdóttir 

Fram munu koma á tónleikunum eftirfarandi tónlistarmenn og kórar:

 • Ágúst Jóhannsson – rafbassi
 • Anna Helgadóttir – celló
 • Anna Hugadóttir – víóla
 • Gróa Hreinsdóttir – píanó/kórstjórn
 • Guðbjörg Magnúsdóttir – söngur
 • Gunnar Kristinn Steinarsson – kontrabassi/ rafgítar/óbo
 • Hjörleifur Valssson – fiðla
 • Jóhann Örn Arnarsson – harmónikka
 • Jónína G. Aradóttir – söngur/gítar
 • Kolbeinn Jón Ketilsson – tenór
 • Kristín Magdalena Ágústsdóttir – sópran
 • Lilja Margret Ómarsdóttir – söngur
 • Oddrún Lilja Jónsdóttir – jazzgítar/söngur
 • Ómar Diðriksson – söngur/gítar
 • Rebekka Ingibjartsdóttir – fiðla/kórstjórn
 • Gospelsystur
 • Ískórinn
 • Laffí


Sjá má nánar dagskrá á Facebook viðburði á http://bit.ly/Jol-i-Oslo-2018

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.