Jólatónleikar verða haldnir í Holmenkollen kapellu þann 14. desember næstkomandi. 

Guðbjörg Magnúsdóttir er ein af þeim sem stendur að tónleikunum. Hún hefur verið starfandi sem söngkona á Íslandi allt frá árinu 1997. Hún bjó í Þýskalandi frá 1993-1997 og má segja að söngferillinn hafi byrjað þar með hinum ýmsu verkefnum.

Í tilkynningu frá tónleikahöldurum kemur eftirfarandi fram:

Gudbjorg Magnusdottir og Guro Cornelia Høimyr inviterer til en stemningsfull julekonsert i vakre Holmenkollen kapell. Du får høre både kjente, og mer ukjente juleperler på norsk, svensk, Islandsk og engelsk. De har med seg dyktige musikere og flere gjestevokalister. Bli med inn i varmen!

Þegar Guðbjörg fluttist heim frá Þýskalandi fékk hún boð um að syngja bakraddir ásamt Andreu Gylfadóttir og Regínu Ósk með Dúndurfréttum við uppsetningu á Dark Side of the Moon í Borgarleikhúsinu m.a.

Stuttu síðar fékk Guðbjörg hlutverk í uppfærslu á Broadway undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Guðbjörg tók þátt í fjölmörgum uppfærslum á Broadway næstu árin þar á eftir.

Guðbjörg hefur m.a sungið inn á teiknimyndir, sungið í ótal hjónavígslum, árshátíðum, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins bæði sem einsöngkona og sem bakraddasöngkona, bæði á Íslandi og í stóru keppninni í Svíþjóð árið 2000. Guðbjörg er í sönghópnum Prímadonnur sem fluttu lög frá ABBA í fjöldamörg ár.

Guðbjörg gaf út geisladiskinn Vindurinn Veit árið 2012, þar sem hún syngur íslenska texta við þekkt lög. Eitt lag á þeim disk er þó frumsamið og er til minningar um son hennar sem lést árið 2007.

Guðbjörg hefur bæði lokið einsöngvaranámi og kennaranámi frá The Complete Vocal Institut í Kaupmannahöfn og starfar sem söngkennari/vocal coach. Guðbjörg starfaði einning sem söngkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar í mörg ár.

Guðbjörg fluttist til Noregs með eiginmanni og dætrum árið 2014 og starfar þar.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna hér:

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.