Fréttamiðillinn Nýja Ísland – Fréttir frá n̶ý̶j̶a̶ gamla landinu
leitar eftir áhugasömum pennum og til að skrifa greinar,
fréttir og taka viðtöl í Noregi.

Reynsla, búseta eða staðsetning ekkert skilyrði en vald á íslensku máli er nauðsynlegt. Viðkomandi hefur tök á að vinna heiman frá sér hvaðan af á landinu jafnt sem pistlahöfundur, fréttaritari, ljósmyndari eða með beina útsendingar frá viðburðum.

Efnistök eru misjöfn, mörg og margvísleg en þurfa að eiga það flest sammerkt að fylgja ritstjórnarstefnu Nýja Íslands.

Ritstjórnarstefna Nýja Íslands byggist á sjálfstæðum fréttaflutningi, gagnrýni, fróðleik og áhugaverðum málum tengdum Íslendingum, íslenskri menningu, sögu, íslensku og öðrum málefnum tengdum í Noregi og á Íslandi.

Um Nýja Ísland

Pennar og fréttaritarar

Nýja Ísland er íslenskur vefmiðill rekinn í Noregi. Vefmiðillinn er gefinn út daglega sem fréttatímarit á vefnum.

Runarsson Konsultasjon á og rekur Nýja Ísland og ritstjóri er Sigurður Rúnarsson.

Nýja Ísland var fyrsti íslenski óháði fjölmiðillinn í Noregi sem gefinn er út á íslensku.

Nýja Ísland kom fyrst út 24. október 2017
á vefslóðinni www.nyjaisland.no.


Áhugasamir geta haft samband á tölvupósti á netfangið ritstjorn@nyjaisland.no eða á spjalli á Facebook síðu miðilsins hér eða hér.

Leave a comment.

Your email address will not be published. Required fields are marked*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.