Kristján Árnason er búinn að vera búsettur i Drammen i 18 ár. Hann hefur að sögn alltaf verið mjög virkur. Sem barn og unglingur stundaði hann hinar ýmsu íþróttir. Kristján keppti á Íslandsmeistaramótum i bæði vaxtarrækt og Taekwon-do og varð Íslandsmeistari i unglingaflokki i vaxtarrækt.

Eftir að hafa starfað sem einkaþjálfari i nokkur ár flutti hann til Noregs þar sem hann hefur unnið m.a sem iðnaðarmaður, dyravörður og aðstoðarmaður fyrir fatlaða samhliða einkaþjálfun. Eftir að hafa numið líffær- og lífeðlisfræði (pre-med) og næringarfræði við Atlantis medisinske høgskole, hefur hann unnið mikið með einstaklinga með andlega fötlun og einhverfu.

Kristján hefur engin plön um að taka því rólega i vetur og samhliða við að vinna á heimili fyrir fatlaða keyrir hann hóptíma i hreyfiþjálfun og ketilbjöllum hjá Crossfit Fønix í Drammen sem og að bjóða uppá tíma í einkaþjálfun

„Ég fékk mjög spennandi verkefni i vetur í gegnum sameiginlegan vin af leikaranum Rune Temte. Rune hafði þá akkúrat fengið hlutverk i Captain Marvel,“ segir Kristján í viðtali við ritstjórn Nýja Íslands.

Er við spyrjum Kristján nánar um þetta verkefni segir hann:

Þar sem þetta er ofurhetjumynd krafðist hlutverkið að hann yrði með í hasaratriðum og langir tökudagar. Þá tóku við 5 mánuðir með harðri þjálfun, og þurfti að planleggja hana i kringum stundarskrána hans þar sem hann var inn á milli erlendis að taka upp fyrir sjónvarpsseriuna Fortitude. Ég tók Rune algjörlega i gegn og sá um að hann yki styrk og vöðvamassann, að auki var mikil liðleika og úthaldsþjálfun sem og farið var i gegnum matarræðið hans.

Fyrstu 3 vikurnar i LA æfði Rune stíft með áhættuleikurunum við undirbúning fyrir hasaratriðin, síðan fór ég til LA og sá um að aðstoða hann við æfingar og að halda mataræði sem passaði við löngu upptökudagana.

Við bjuggum á Venice beach, stutt i ströndina, sjóinn og hina alræmdu “Muscle beach”, og við æfðum eins oft úti á strönd og tími gafst til.

Þetta var einstaklega skemmtilegt og krefjandi verkefni, toppaði sig alveg að fá að vera með til Hollywood og vera með i Sony/Marvel picture studios. Ég hafði frjálsann aðgang þar og fékk að fylgjast með tökum á myndinni og spjalla við flesta tengda gerð myndarinnar en hápunktur ferðarinnar var þegar ég fékk að heilsa uppá engann annan en Arnold Schwarzenegger i Gold’s gym.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.