Ketó er mataræði sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Á því er stefnt að neyslu lítilla kolvetna og að forðast bólguvaldandi mat.

Á Facebook má finna hóp á Íslensku fyrir þá sem vilja kynna sér Ketó (ketógeniska) mataræðið.

Ketó-aðlögun-aðlögun-aðlögun – Hvað er Keto? 
https://www.facebook.com/groups/KetoAdlogun/

Keto er
* lágkolvetna mataræði (20-25 gr. af kolvetnum hvern dag) með 
* hárri fituneyslu (grömm af fitu upp að tvöföldu þyngdarmarkmiði í kílóum, sjá Macro reikni hér neðst.

Á Keto neytir maður:
1. ekki sykurs
2. ekki sterkju (kartöflu- eða maísmjöl)
3. ekki korns, grjóna eða belgávaxta (legume) af nokkru tagi eða neinna afurða úr þeim
4. ekki soja eða neinna afurða úr því (sojamjólk, sojasósa)
5. ekki jurtaolíu sem framleidd eru úr korni og slíku. Nota frekar smjör, ólífu- eða lárperuolíu (avocado) til að elda. Aldrei nota smjörlíki.
6. ekki gervisykurs með 12 eða hærri sykurstuðul (GI=Glycemic index). Sjá lista yfir gervisætu.
7. mikillar fitu (gr. af fitu upp að tvöföldu þyngdarmarkmiði í kíólum, sjá Macro reikni hér neðst.))
8. próteina (hvítu) í hófi (álíka grömm og þyngdartakmarkmið í kílólum, sjá Macro reikni hér neðst.)

–> Keto er semsagt lágkolvetna/fituríkt fæði (LowCarb/HighFat – LCHF)

Þtta er í það minnsta sú skilgreining sem ég hef komið á blað (á Íslensku) eftir að hafa kynnt mér hinar ýmsu hugmyndir og leiðir sem kynntar eru víða.

Það sem oft gerir umræðuna um Keto ruglingslega er að margir blanda saman Keto við LowCarb, LowCarb 5/100, LowCarbHighProtein, Paleo, CarbNite eða önnur kolvetna hleðsludaga matatæði.

Keto er ekkert af þessu, þrátt fyrir að þau nálgist ketógeníska mataræðið (Keto) nokkuð.

Muna bara að átta sig vel á því hversu mikla fitu, hvítu (prótein) og kolvetni hver og einn á að borða hvern dag á Keto.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.