Siðmennt á Íslandi og Human-Etisk Forbund – HEF (systursamtök Siðmenntar í Noregi) hafa gert með sér samkomulag um að íslensk börn geti sótt fermingarfræðslu fyrir borgaralega fermingu í Noregi hjá HEF en á sama tíma haft fermingarathöfnina á vegum Siðmenntar á Íslandi . 

Siðmennt er nú 7. stærsta trú- og lífsskoðunarfélög Ísland, með 2.747 skráða meðlimi. Hefur þeim fjölgað um 359, eða 15%, frá 1. desember 2017.

Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar, tekur hinum nýju tölum fagnandi:

„Siðmennt hefur stækkað hratt undanfarin misseri og má segja að við glímum nú við ákveðið lúxusvandamál. Eftirspurnin eftir veraldlegum athöfnum er mikil og fer bara vaxandi. Við tökumst á við þessa áskorun með bros á vor og fögnum hverjum nýjum einstakling sem skráir sig í félagið. Siðmennt býður ekki aðeins upp á mikilvægar veraldlegar athafnir eins og nafngjafir, fermingar, giftingar og útfarir. Siðmennt er félag siðrænna húmanista en siðrænir húmanistar leitast við að skilja heiminn og siðferðileg málefni með gagnrýnni hugsun og með vísindalegum aðferðum enda er vísindaleg nálgun skásta aðferðin sem mannfólkið hefur fundið upp til að skilja heiminn.

Siðrænir húmanistar leggja áherslu á umburðarlyndi og vilja meta siðferðileg álitamál út frá því hvaða áhrif gjörðir hafa á hamingju og velferð einstaklinga, samfélaga og umhverfisins. Það er þörf fyrir félagsskap fólks sem vill bæta heiminn með því að auka hamingju og draga úr þjáningu með skynsemi en ekki kreddum.”

Skráning fyrir borgaralega fermingu hófst 1. ágúst 2018 hjá Siðmennt og allar nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni sidmennt.is/ferming/bf2019/ og á tölvupósti ferming@sidmennt.is og hjá HEF á heimasíðunni human.no/seremonier/konfirmasjon/kurs-og-seremoni/

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.