Fyrirlesturinn var í samstarfi við Norsk íslenska viðskiptaráðið NIH / Norsk-islandske handelskammer NIH og BI og  var vel mætt á fyrirlesturinn jafnt af áhugafólki um hagfræði, menntun og ekki síður þjóð og land.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, hét fyrirlestur um krákustíga Íslands að efnahagslegum bata og áskoranir í menntamálum á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar í BI háskólanum í Ósló í dag.
Amir Sasson prófessor frá BI fylgdi fundi úr hlaði og bauð ráðherra, sendiherra Íslands í Noregi, formann NÍH ásamt öllum gestum velkomin.

Nokkuð var um spurningar úr sal eftir að fyrirlestri lauk og var gerður góður rómur að kynningarefni Lilju og greinargóðri frásögn þróunnar síðustu 10 ár á Íslandi.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.