Útilega verðir haldin á vegum Íslendinga búsettum í Noregi helgina 22. til 24. júní á fjölskyldustjaldstæðinu Kjærstranda í Stavern (Larvik).

Í tilkynningu frá forsvarsmanni útilegunnar kemur eftirfarandi fram:

Jæja þá er komið að því að skella í eina góða Íslendinga útilegu.

Við ætlum sem sagt að hittast helgina 22-24 Júní í Kjærstranda Camping sem er s.s. í Vestfold rétt utan við Stavern. Rétt um 1,5 klst frá Osló.

Best er ef fólk tilkynnir komu sína hér á þennan viðburð og hvað það koma margir og hvernig gisti möguleika þau eru með (tjald, tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíll).

Við komum með einhver útispil með okkur og tvo gúmmibáta og við hvetjum fólk til að taka með sér sín útileikföng líka.

Einnig ætlum við að halda Noregs mót Íslendinga í kubb 😉

Fólk getur líka komið í dags túra til okkar ?

Hlökkum til að hitta sem flesta.

– Lestu nánar á vefmiðlinum Nýja Íslandi https://wp.me/p9pE0A-WJ

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.