Sigurður mun spila þar ásamt Kåre Rognsaa og Stórsveit Óslóar (Oslo Storband)

Tónleikarnir verða á Lancelot og á vegum Asker Jazzklubb þann 21. júní og spilar Sigurður þar með Stórsveit Óslóar.

https://www.facebook.com/events/1879326632101302/?ti=cl

Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelors- og Mastersprófum. Helstu kennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn1988-1989.

Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi undanfarin ár og hefur einnig tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum.

Sigurður hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001.

Leave a comment.

Your email address will not be published. Required fields are marked*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.