♫ Allt fyrir Ísland♫ – Calle Hellevang-Larsen (Alt For Norge – Jørn Lande og Drillos).
Lagið Allt fyrir Ísland er „gjöf“ norðmanna til íslensku þjóðarinnar og íslenska karlalandsliðsins vegna góðs árangur í undankeppni HM. Lagið er hér frumflutt fyrir fullum sal áhorfenda í sjónvarpsþættinum Mandagsklubben, á TVNorge sem stjórnað er af Anne Rimmen. 


Lagið var áður stuðnings- og hvatningarlag norska karlalandsliðsins á fyrrihluta 10. áratugar síðustu aldar. Aðallega í kringum HM í knattspyrnu í BNA 1994 og hét lagið þá Alt For Norge og var flutt af Jørn Lande og landsliðinu sjálfu undir nafninu Drillos. Það nafn er dregið af þáverandi þjálfara liðsins Egil Roger Olsen, sem var þjóðhetja í Noregi á þeim tíma og alltaf kallaður Drillo. Lagið er samið af Torstein Flakne og upprunalegi norski textinn er skrifaður af Ivar Dyrhaug.
Lagið er hér flutt (og gefið) af Calle Hellevang-Larsen, sem er mjög vinsæll grínisti hér í Noregi og varð fyrst frægur af störfum sínum í Raske Menn og Ylvis grínþáttunum I kveld med YLVIS, þar sem annað mjög þekkt lag kom fram á sjónarsviðið, The Fox (What Does The Fox Say?) með Ylvisbræðrum.
Meðflytjendur er þekktir norskir fótbolta- og íþróttafréttamenn þ.á.m. Arne Scheie, Bernt Hulsker, Karsten Skjelbreid og Jan Gunnar Solli.

 

– Sjáðu myndbandið hér á vefðmiðlinum Nýja Íslandi https://wp.me/p9pE0A-VJ

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.