Hátíðardagar 15. – 17. júní í Ósló
Íslendingafélagið í Ósló hvetur fólk til að mæta og eiga saman skemmtilega stund.

ÍSLENSKIR
HÁTÍÐARDAGAR
Fögnum fullveldisafmæli, fótboltaveislu
og upplifum íslenska markaðsstemningu.

15. júní • SALT
MARKAÐSDAGAR
MEÐ ALLT Á HREINU

15:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnar íslenska markaðinn.
16:00 Valgeir Guðjónsson hitar upp með vel völdum lögum og Stuðmannasögum.
16:30 Með allt á hreinu. Stuðmannamyndin óborganlega sýnd á risatjaldi.
18:30 Fótboltaspeki: Sjónvarpsgoðsögnin Arne Scheie svarar spurningum Hermanns sendiherra um landsliðið.
Dóra Þórhallsdóttir – Að vera Íslendingur í Noregi.
19:00 Valgeir Guðjónsson kryddar tilveruna með slögurum úr smiðju meistarans og Stuðmannasögum.
19:30 Með allt á hreinu. Stuðmenn og Gærurnar birtast í annað sinn á hvíta tjaldinu.

DJ Beatur og Sunnas Musikkbingo sjá um tónlistina milli atriða og langt fram á kvöld.

ÍSLENSKUR MARKAÐUR

Föstudagur 15/6 frá kl. 15 til 23
Laugardagur 16/6 frá kl. 12 til 23
Sunnudagur 17/6 frá kl. 12 til 17
16. júní • Tordenskiold
FÓTBOLTAVEISLA
ÍSLAND – ARGENTÍNA

12:00 Ómar Didriksson & félagar opna ballið með fjöldasöng á góðu íslensku lögunum.
13:00 Valgeir «stuðmaður» Guðjónsson, – leikur velvalinn
stuðmanna lög
13:30 Æfum Víkingaklappið og verðum klár þegar TV2 koma fyrir leikinn kl. 14.00
14:15 Ómar & Co hita upp fyrir leikinn.
15:00 HM: Ísland – Argentína
16:45 Partý með plötusnúð

Íslendingafélagið sér um heitar SS
pylsur og að grillmaturinn verði klár,
ásamt að harðfiskurinn sé í námd,
– og íslensk nammi!

AÐRIR LEIKIR ÍSLANDS
Á TORDENSKIOLD

22. júní Föstudagur:
Ísland – Nígería
15.00 Tordenskiold.
Húsið opnar/Prematch Party
17.00 Fótboltaleikurinn byrjar

26. júní Þriðjudagur:
Ísland – Króatía
17.00 Tordenskiold.
Húsið opnar/Prematch Party
20.00 Fótboltaleikurinn byrjar

17. júní • SALT
FULLVELDI ÍSLANDS 100 ÁR
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN

12.30 Skrúðganga frá Tordenskiold styttunni á Ráðhústorginu með fánum og lúðrasveit.
13.00 Formaður Íslendingafélagsins Einar Traustason setur hátíðina. Kynnir er Dóra Þórhallsdóttir
Fjallkonan flytur ljóð.
Hermann Ingólfsson sendiherra flytur hátíðarræðuna.
Ískórinn flytur Þjóðsönginn.
Íslendingafélagið 95 ára, Þórhallur Guðmundsson stiklar á stóru.
Íslendingafélagið útnefnir heiðursfélaga fyrir merk störf.
Ískórinn syngur Hver á sér fegra föðurland og Hjá lygnri móðu.
Ómar Didriksson & félagar
flytja íslensk lög.
Sjónhverfingar á sviðinu.
Barnadagskrá í umsjón Safnaðarins m/andlitsmálningu m.m. og leikjum.
13.30 Dagskrá lokið,
– en markaðssvæðið á SALT er opið.

SALT: Langkaia 1, mellom Havne-
lagert og Vippetangen í Oslo
Tordenskiold: Rådhusgata 27,
gegnt Ráðhúsbryggjunni í Oslo.

Tengdar fréttir

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.