Þjóðhátíð Íslendinga í Stafangri þann 17. júní 2018 verður haldin af Íslendingafélaginu í Stafangri. Skrúðganga fer frá bryggjunni Skagenkaien á móti Skagen Brygge hótelinu í miðbæ Stavanger kl. 13.00

„Hæ, hó og jibbí jei 🙂
Kæru Íslendingar, verið velkomin á þjóðhátíðardaginn okkar sunnudaginn 17.júní 2018.

Við hittumst á Skagenkaien: á móti Skagen Brygge hótelinu í miðbæ Stavanger kl. 13.00 og göngum saman í skrúðgöngu gegnum miðbæinn og Gamle Stavanger út í Bjergsted Park.

Gaman væri að sjá fólk í þjóðbúningum í skrúðgöngunni.

Í Bjergsted verður haldin fjölskylduhátíð frá um kl.13.45. Krakkarnir fá pylsur og nammi í boði félagsins og boðið verður upp á leiki.
Það verða heit grill á staðnum, gestir taka með sér drykki og mat til að grilla. Nauðsynlegt er að taka með sér eitthvað til að sitja á.
Aðgangur er ókeypis. Við skráum gjarnan nýja félaga.

Sjáumst hress og kát, stjórnin.

Kjære alle sammen: søndag 17. juni 2018 feirer vi den Islandske nasjonaldag.
Vi møtes ved Skagenkaien v/ Skagen Brygge hotell i Stavanger sentrum kl.13.00 og går sammen i tog gjennom, Gamle Stavanger og til Bjergsted Park. Ta gjerne på bunaden.
I Bjergsted skal vi ha fest for hele familien fra ca. kl. 13.45.
Barna får gratis pølser og snop og det blir noen leker for de og.
Arrangementet er gratis for alle. Vi tar gjerne imot nye medlemmer.
Vi sørger for varme griller, dere tar med mat og drikke samt noe til å sitte på.

Vel møtt, styret.“

Nánar um viðburðinn má finna hér á Facebook

– Lestu meira á vefðmiðlinum Nýja Ísland

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.