Sendiráð Íslands í Ósló ætlar að bjóða upp á sýningu á MEÐ ALLT Á HREINU – endurnýjaða hljóð -og myndbætta útgáfu með sérstökum samsöngstextum sem birtast með sönglögum myndarinnar.

Samsöngssýning á SALT útisvæðinu í Ósló á þessari ástsælustu kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári.

– Sjá viðburð hér https://www.facebook.com/events/222201481700501/?ti=cl

Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland.

Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar.

Ekki missa af sankallaðri söngveislu

-Lestu nánar á vefmiðlinum Nýja Íslandi

2 thoughts on “Víkingavé – Með allt á hreinu í samsöng í Ósló

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.