Eurovision vikan

Þá er komið að því að fá að njóta tónlistar frá Evrópu alla vikuna. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Lissabon í Portúgal dagana 8., 10. og 12. maí. Keppnin byrjar í kvöld með fyrri undankeppninni og þá keppir Ísland.

Lagið sem Ísland sendir frá sér núna hefur ekki verið að fá góða dóma og norsku spekingarnir fóru mjög svo óvægum orðum um bæði lag og flytjanda.
Nú höfum við heyrt það að Ari Ólafsson sem flytur lagið Our choice eftir Þórunni Clausen sé fantagóður söngvari en fái ekki að njóta sín í þessu lagi. Norsku spekingarnir sögðu hann svo lélegan að lagið hefði ekki fengið að njóta sín.

Nú skulum við ekki dæma þessi ummæli nema þau hljómuðu heldur harkaleg en svona er lífið og þetta er keppni.

En því miður fáum við Íslendingar í Noregi ekki tækifæri til að kjósa í kvöld þar sem við megum bara kjósa í þeim undarriðli sem Noregur keppir í en aðrir Íslendingar í útlöndum sem fá tækifæri til að kjósa Ara í kvöld eru hvattir til að gera það þrátt fyrir að lagið sé ekki ykkar uppáhalds.

Við stöndum ávallt með okkar fólki.

Á fimmudaginn er svo Noregur að keppa og vonandi komast bara bæði löndin okkar uppúr undankeppnunum til að gera lokakeppnina sem allra besta fyrir okkur.

Áfram Ísland – Heia Norge

Svo væri nú gaman að fá fréttir af því hversu margir ætla að vera með alvöru Eurovision partý á laugardaginn. Heyrst hefur af 20 manna partýi í Øyslebø í Vest-Agder sem er orðin hefð og þar er í gangi léttvínspottur og talsverðar spekúlasjónir verið í gangi fyrir keppni en engir alvöru spádómar komnir ennþá

Góða skemmtun alla Eurovision vikuna.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.