Á morgunn, miðvikudaginn 9.maí kl 14:30, verða haldnir jazztónleikar með íslenskum þjóðlögum í Levinsalnum í NMH. Á bakvið tónleikana stendur ungur íslenskur básúnuleikari, Jón Arnar Einarsson að nafni, sem er að ljúka sínu fyrsta ári á klassíska básúnu við skólann.

Ben Morris, Jón Arnar Einarsson, Joachim Mørch Meyer í Ósló

Á tónleikunum verða flutt íslensk þjóðlög ásamt tveimur frumsömdu lögum og tveimur vinsælum lögum. Lögin eru öll í aðgengilegum og einföldum jazz stíl. Á to leikunum hefur Jón Arnar fengið í lið með sér Ben Morris píanóleikara, en hann er nemandi á jazz deildinni í NMH, og Joachim Mørch Meyer, kontrabassaleikara.

„Mínir mestu áhrifavaldar þegar kemur að stíl eru Gunnar Gunnarsson og diskurinn hans Hrím, með píanó og bassa. Margir af diskum Tómasar R. Einarssonar en sérstaklega nýútgefinn diskur sem ber heitið innst inni. Svo hlusta ég mikið á bandaríska básúnuleikaran Wycliff Gordon,“ segir Jón Arnar.

Hugmyndin að tónleikunum hefur verið lengi í kortunum hjá Jóni Arnari, en allar útsetningarnar eru eftir hann.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.