Til áréttingar um ferli fæðinga manna og dýra birtum við hér minnisvísu Glosa

Kæpir selur, kastar mer,
konan fæðir, ærin ber,
fuglinn verpur, flugan skítur,
fiskur hrygnir, tíkin gýtur.

Höfundur: Guðmundur Þorláksson (Glosi) (1852 – 1910).

Guðmundur var sonur hjónanna á Ystu-Grund í Skagafirði, þeirra Þorláks Jónssonar og Sigríðar Hannesdóttur. Hann lauk meistaraprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla 1881 og var lengi styrkþegi Árnastofnunar í Kaupmannahöfn. Hann kom til Íslands 1896 og fékkst mikið við uppskriftir handrita á Landsbókasafni. Árið 1906 fluttist hann til Magnúsar Gíslasonar, bróðursonar síns, á Frostastöðum í Skagafirði og bjó hjá honum til æviloka.

 

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.