Sigurður mun spila þar ásamt Kåre Rognsaa og Stórsveit Óslóar (Oslo Storband)

Tónleikarnir verða á Lancelot og á vegum Asker Jazzklubb þann 21. júní og spilar Sigurður þar með Stórsveit Óslóar.

https://www.facebook.com/events/1879326632101302/?ti=cl

Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelors- og Mastersprófum. Helstu kennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn1988-1989.

Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi undanfarin ár og hefur einnig tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum.

Sigurður hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.