Sendiráð Íslands í Ósló vekur athygli á viðburði norska stúdentafélagsins á Chateau Neuf Cinea í Ósló nú á sunnudag 22. apríl

Tvær kvikmyndir íslenska leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verða sýndar og leikstjórinn verður til staðar til að fjalla um myndirnar og svara spurningum áhorfenda. Frekari upplýsingar um myndirnar og miðakaup á viðburðinum. Allir eru velkomnir?????


Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns).

Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.

Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!

Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir & Steinþór H. Steinþórsson

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.