Tommi lokar Búllunni (Tommi’s Burger Joint) sem staðsett er á Skippergötu í Ósló. Staðurinn var sá fyrsti sem hann opnaði í Noregi. Áfram verður opið á Búllunni í Torggötu 9A í Ósló .

 Samkvæmt heimildum ritsjórnar gekk reksturinn að Skippergötu nokkuð vel og var í raun að koma út rétum meginn við núllið. En það voru einkum tvö atriði sem réðu því að staðnum var lokað. Það fyrra var að Tommi opnaði annan stað ekki langt undan eða við Torggötu og hefur hann tekið til sín talsvert af miðborgarumferðinni. Það síðara var að staðurinn missti geymsluaðstöðu sem það hafði haft á Skippergötu.

 

Hamborgararbúllu Tómasar má því eftir þetta finna á tveimur stöðum í Ósló, að Torggötu 9A og að Thorvald Meyers
Gate 40 í Grønnerløkka.

Búllan til Ósló í september, feðgar á ferð í Skippergötu

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.