Kvikmyndahúsið í Kristjánssandi (Kristiansand Kino) heldur sína árlegu barna- og unglingakvikmyndahátíð (Barnefilmfestivalen) frá 24. til 29. apríl. Í boði verða næstum 100 myndir og við mælum með að kíkja á það sem er í boði. Í ár verða tvær íslenskar myndir sýndar á hátíðinni en þær eru íslenska verðlaunamyndin SUMARBÖRN og teiknimyndin Lói

Barna og unglingakvikmyndahátíðin í Kristjánssandi

,


SUMARBÖRN

Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttir vann til Edduverðlauna fyrir besta Barna- og unglingaefni ársins 2018.

Um myndina

Systkinin Eydís og Kári eru send til sumardvalar á afskekkt barnaheimili vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina á fætur annarri með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Sýningardagur

MYNDIN VERÐUR SÝND FIMMTUDAGINN 25/4 kl 17:00 Miðaverð 70kr.
Leikstjóri myndarinnar ásamt leikara verða viðstödd. Að auki kemur íslenski sendiherrann í Noregi Hermann Ingólfsson. Myndin verður sýnd með íslensku tali og norskum texta.


Lói

Einnig verður sýnd á hátíðinni íslenska teiknimyndinn Lói (PLOEY) fimmtudaginn 26. apríl kl 17.15 og sunnudaginn 29. april kl 14.30. Lói verður sýnd með norsku tali og enskum texta.

 


Kvikmyndahúsið í Kristjánssandi

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.