Talið er að á Íslandi séu fleiri kórar en í öðrum löndum – miðað við höfðatölu.
Þá eru ekki taldir með kórar Íslendinga í öðrum löndum 

Fjórir íslenskir kórar í Noregi

í Noregi eru að minnsta kosti 4 íslenskir kórar og tóku þeir upp á því fyrir tveimur árum að halda “Litla kóramótið” annað hvert ár á móti “Stóra kóramótinu”.

Stóra kóramótið er haldið annað hvert ár og eru þátttökukórarnir þá frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Englandi og Lúxemborg. Síðasta mót var í Kaupmannahöfn og voru þátttökukórarnir 12 talsins. 6. apríl á næsta ári verður Stóra kóramótið í Gautaborg.

Ískórinn

Ískórinn á faraldsfæti! Helgina 20. – 22. verður „Litla Kóramótið“ haldið í Bergen og hápunkturinn eru tónleikar í Johanneskirken á laugardeginum kl. 17. Slíkar ferðir eru okkur afar dýrmætar og eitt af því sem gerir kórstarfið svo skemmtilegt.

Ískórinn heldur uppá 30 ára starfsafmæli í ár og fyrsta uppákoman er að fara til Bergen núna um helgina og syngja og tralla með Sönghópnum í Bergen. Í júní mun kórinn syngja afmælistónleika með íslenskum lögum í Osló.
Í september fer kórinn svo í afmælis-tónleikaferð til Íslands og syngur m.a. á tónleikum í Grafarvogskirkju.

Stjórnandi Ískórsins frá áramótum er Gróa Hreinsdóttir, en hún býr og starfar í Drammen.

 

Að sögn forsvarsmanna Ískórsins að þá er alltaf pláss fyrir fleira söngfólk og æfir kórinn í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 á miðvikudögum milli kl 17:30 – 20:00.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.