
Hljómsveitin Mezzoforte er að koma til Noregs á árinu og spilar í Ski þann 20. september og Ósló þann 18. nóvember. Með tónleikunum fagnar hljómsveitin 40 ára afmæli sínu og mun spila mörg af sínum þekktustu lögum fyrir fjölmarga aðdáendur sína hér í Noregi svo sem Garden Party, Midnight sun og Rockall.
Framundan á árinu er mikið um að vera hjá hljómsveitinni því afmælistónleikahald er fyrirhugað víða s.s. á Norðurlöndunum, í Englandi og Ungverjalandi.
Þetta er því einstakt tækifæru að sjá þá félaga í sínu besta formi á sviðinu í Ósló á Herr Nilsen og í Ski á Rådhusteatret i Ski .
Fram munu koma allir stofnmeðlimirnir fjórir, Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Friðrik Karlsson á gítar, Gulli Briem á trommur og bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson, ásamt sænska saxófónleikaranum Jonas Wall.
Forsala
- Forsala miða á tónleikana í Ósló er á vefsíðunni https://herrnilsen.ticketco.events/no/nb/e/mezzoforte
- Forsala miða á tónleikana í SKi er á vefsíðunni https://pay.ebillett.no/velg_antall.php?p_id=176&arrnr=184