Þeim sem hyggjast nýta sér atkvæðisrétt sinn er bent á að huga tímanlega að atkvæðagreiðslunni, ganga úr skugga um að þeir séu á kjörskrá (og þá í hvaða sveitarfélagi/borgarhluta), og komast svo að því hvar hægt er að greiða atkvæðið. Sumir gætu þurft að ferðast um langan veg og aðeins á ákveðnum dögum, á meðan aðrir geta skotist inn í næsta sendiráð eftir hentisemi – bara ekki gleyma skilríkjunum!

 

Utankjörfundaratkvæði póstlagt í Ósló 2016

Kjósendur erlendis verða síðan sjálfir að koma atkvæði sínu til kjörstjórnar. Er því vissara að hafa greitt atkvæði a.m.k. viku fyrir kosningarnar (eða jafnvel fyrr, ef fólk býr lang í burtu eða á afskekktum svæðum), svo umslagið berist örugglega til Íslands í tíma.

Er gaman að nefna að um 40.000 Íslendingar búa erlendis. Er það töluvert fleiri en íbúar Kópavogs, næststærsta sveitarfélags Íslands.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra hjá sýslumanninum i Reykjavík sem ristjórn Nýja Íslands varð sér út um geta Íslendingar með lögheimili erlendis geta ekki tekið kosið í sveitarstjórnarkosningunum á Íslandi nema þeir dveljist erlendis vegna náms ellegar veikinda, og þarf þá að hafa samband við Þjóðskrá Íslands til að staðfesta að svo sé.

Þeir sem búa erlendis, en eru ekki með fasta búsetu skráða þar, þ.e. enn með lögheimili skráð á Íslandi, ættu því að geta greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum.

 

http://www.nyjaisland.no/2018/04/06/kosning-utan-kjorfundar-er-hafin-i-islenska-sendiradinu-i-oslo-og-hja-raedismonnum-i-noregi/

http://www.nyjaisland.no/2018/04/05/kosningar-til-sveitarstjorna-a-islandi-fara-fram-laugardaginn-26-mai-2018/

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.