74 sveitarfélög eru á landinu en í nokkrum sveitarfélögum hefur verið tekin ákvörðun um sameiningu

Kosið erlendis

Íslendingar sem búsettir eru erlendis, og hafa kosningarétt, get kosið utan kjörfundar hjá sendiráðum og -skrifstofum

Kosið í Noregi

Hægt er að kjósa hjá sendiráði Íslands í Ósló ásamt öllum ræðisskrifstofum í Noregi. Kynna þarf sér vel afgreiðslutíma þeirra áður en haldið er af stað til að kjósa. Einnig þarf að muna að taka með sér lögleg skilríki s.s. vegabréf.

Sendiráð Íslands (Islands Ambassade)

 • Skrifstofa: Stortingsgata 30, NO-0244, Oslo
 • Afgreiðslutími: 10:00-15:00 (mán.-fös.) Sími: 2323 7530
 • Netfang: icemb.oslo@mfa.is
 • Vefsíða: www.iceland.is/no
 • Sendiherra: Hermann Örn Ingólfsson (frá 2015)

Ræðismenn í Noregi

Ålesund

 • Mr. Are Opdahl – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Advokatfirmaet ØvrebøGjørtz, Waagangaarden, Korsegata 4 B, NO-6002 Ålesund
 • P.O. Box 16 Sentrum, NO-6002 Ålesund
 • Netfang: aop@ovgj.no
 • Sími: 70 13 45 45
 • Landsnúmer: 47

Bergen

 • Mr. Kim Fordyce Lingjærde – Honorary Consul
 • Heimilisfang: c/o Stiftelsen Bryggen, Bredsgården 1 D – Bryggen, NO-5003 Bergen
 • Netfang: konsul@impress.no
 • Sími: 932 39 839
 • Landsnúmer: 47

Bodö

 • Mr. Reidar J. Evensen – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Artic Consult AS, Slåttlia 6
 • P.O. Box 154, NO-8001 Bodø, NO-8072 Bodö
 • Netfang: reidar@arcticconsult.no
 • Sími: 7556 3500
 • Landsnúmer: 47

Haugesund

 • Mr. Arne W. Aanensen – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Hagland Sjøfartsbygget, Smedasundet 97
 • P.O.Box 98, NO-550 Haugesund
 • Netfang: Consulate.Iceland@hagland.comog awaa@hagland.com
 • Sími: 5270 1200
 • Farsími: 908 73451
 • Landsnúmer: 47

Kristiansand

 • Mr. Sverre Bragdø-Ellenes – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Østre Strandgate 5, NO-4610 Kristiansand
 • Netfang: sbe@wlaw.no
 • Sími: 402 90 985
 • Farsími: 402 90 985
 • Landsnúmer: 47

Stavanger

 • Mr. Jonathan G.W. Sunnarvik – Honorary Consul
 • Heimilisfang: c/o Kraft Bank ASA, Trim Towers, Larsamyrå 8, NO-4391 Sandnes
 • Netfang: jonathan.sunnarvik@gmail.com
 • Sími: 480 94 674
 • Landsnúmer: 47

Tromsö

 • Grete Wilsgaard – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Grønnegata 53, NO-9256 Tromsö
 • Netfang: grete@jobzone.no
 • Sími: 47 908 66 924
 • Landsnúmer: 47

Trondheim

 • Mr. Lars Bjarne Tvete – Honorary Consul
 • Heimilisfang: Pilar Management, Osloveien 23, NO-7018 Trondheim
 • Netfang: lars.tvete@pilarmanagement.no
 • Sími: 9117 0308
 • Landsnúmer: 47

Aðrar sendiskrifstofur víðsvegar um heim

Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur með útsendum starfsmönnum nefnast einu nafni sendiskrifstofur.

Ísland starfrækir 22 sendiskrifstofur í 17 löndum. Auk þeirra eru 2 sendiskrifstofur í jafnmörgum löndum sem starfa að tvíhliða þróunarsamvinnu.

 • 15 sendiráð – Berlín, Brussel (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart ESB), Helsinki, Kaupmannahöfn, London, Moskva, Osló, París (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart UNESCO, OECD og Evrópuráðinu), Stokkhólmur, Vín (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart ÖSE og SÞ), Ottawa, Washington, Nýja Delhí, Peking, Tókýó
 • 3 fastanefndir hjá alþjóðastofnunum – Brussel (NATO), Genf (WTO, SÞ), New York (SÞ)
 • 4 aðalræðisskrifstofur – New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk
 • 2 umdæmisskrifstofur sem starfa í tvíhliða þróunarsamvinnu gegna jafnframt hlutverki sendiráðs; í Úganda og Malaví
 • Ræðismenn Íslands eru um 240 talsins í yfir 90 ríkjum

(Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisind)


Á upplýsingavef sýslumanna kemur eftirfarandi fram:

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Fyrst um sinn verður kosið á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Upplýsingar um annan tíma eða aðra staði þar sem greiða má atkvæði verða færðar inn fyrir hvern landshluta hér að neðan eftir því sem þær liggja fyrir.
Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við atkvæðagreiðsluna.

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 22. maí nk. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á vefnum kosning.is

Um kosningarétt til sveitastjórna gildir eftirfarandi:

Lög um kosningar til sveitarstjórna

1998 nr. 5 6. mars

II. kafli. Kosningarréttur og kjörgengi.
2. gr.
Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu.
Nú eiga ákvæði 9. gr. lögheimilislaga, nr. 21/1990, við um hagi manns og telst hann þá ekki hafa glatað kosningarrétti þótt hann hafi tilkynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.

(Sjá lögin á vef Alþingis)

Lög um lögheimili

1990 nr. 21 5. maí

9. gr.
Sá sem dvelst erlendis við nám eða vegna veikinda getur áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda sé hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis.
Íslenskur ríkisborgari, sem gegnir störfum erlendis á vegum ríkisins við sendiráð, fastanefnd eða ræðismannsskrifstofu og tekur laun úr ríkissjóði, svo og íslenskur ríkisborgari sem er starfsmaður alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að, á lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um skyldulið þeirra manna sem þar um ræðir og dvelst með þeim erlendis.

(Sjá lögin á vef Alþingis)

2 thoughts on “Kosningar til sveitarstjórna á Íslandi fara fram laugardaginn 26. maí 2018

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.