„Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll,“ segir Pétur Einarsson fyrrum útibússtjóri í London og leikstjóri. Íslenska heimildarmynd hans Ránsfengur, sem fjallar um íslenska bankahrunið 2008, verður sýnda á vegum Norsk-íslenska verslunarráðsins og Cevita í Ósló þann 16. apríl næstkomandi. Tæp 10 ár eru liðin síðan íslenskir bankar fóru á hliðina. Síðan þá hefur harður slagur um þrotabú þeirra staðið yfir. Í Ránsfeng, heimildarmynd eftir Pétur Einarsson sem nú verður sýnd í Ósló á vegum Norsk- íslenska viðskiptaráðsisn, er farið yfir aðdraganda bankahrunsins og það sett í alþjóðlegt samhengi. Hvernig vogunarsjóðir keyptu brunarústirnar á spottprís og fengu tvo af þremur bönkum í hendurnar frá stjórnvöldum.

 

Pétur Einarsson leikstjóri Ránsfengs

Fyrir hrunið veitti Pétur meðal annars útibúi Glitnis í Lundúnum forstöðu. Hann varð svo seinna forstjóri Straums 2011 til 2013. Hann rifjar upp dagana sem íslenskt bankakerfi var að fara á hliðina.

 

Ég hætti hjá bankanum fyrir hrun og gleymi aldrei þessum degi. Ég var heima hjá mér í London og var áskrifandi að Financial Times. Það kom inn um lúguna hjá mér á hverjum degi klukkan sex á morgnana. Og á hverjum degi var Ísland á forsíðunni í hræðilegum fréttum. Ég grét á þessum degi sem spilaborgin féll. Þetta var sá heimur sem maður hafði unnið í, þarna voru allir vinir mínir og kunningjar. Ég upplifði að þjóðarstoltið var sært, skömm og samkennd.

Mér fannst þetta mjög erfitt. Ég man að konan mín þáverandi, hún hafði aldrei séð mig gráta áður. Þetta fékk svolítið á hana. Að ég skyldi gráta af því að bankar færu á hausinn. En ég var að gráta vegna þeirrar stöðu sem þjóðin var komin í. Það hvarflaði aldrei að mér þá að við værum að tapa peningum. Maður var ekki að hugsa um það á þessari stundu. Það kom seinna,“ segir Pétur frá í samtali við Vísi árið 2016.

Hér má sjá kynningarstiklu myndarinnar

 

Þorsteinn Theodórsson, eitt af viðfangsefnum heimildamyndarinnar Ránsfengur

 

 

Myndin var tilnefnd til Edduverðlauna í flokki heimildarmynda árið 2017.
Framleiðandi er af P/E Productions.
Sögumaður er Ólafur Darri Ólafsson

 

1 thought on “Heimildarmyndin Ránsfengur, um íslenska bankahrunið 2008, sýnd í Ósló þann 16. apríl næstkomandi

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.