Íslensk kona, Rósa Jónsdóttir, sem búið hefur í Svíþjóð síðustu ár er nú flutt til Noregs og var að taka við yfirþjónastöðu á endurreistum veitingastað Ringnes Gård sem Ringnes fjölskyldan var að enduropna ásamt hótelinu sem þar stendur steinsnar undan við Íslendingahúsið í Norefjell.


Rósa B. Jónsdóttir, yfirþjónn á Ringnes Gård, Norefjell

 

 

Rósa er uppalin á Dalvík og lærði til þjóns á Humarhúsinu í Reykjavík frá 2006 til 2008 og starfaði að auki á fleiri veitingastöðum í Reykjavík.

 

Árið 2011 flutti hún til Akureyrar og tók við stöðu yfirþjóns á Hótel KEA/Múlaberg.

 

Frá 2015 hefur hún starfað sem þjónn í Noregi og Svíþjóð og núna síðast sem yfirþjónn síðustu ár á The Winery Hotel í Solna í Svíþjóð.

 

 

 

 

 

 

 

 

En hvernig koma það að þau tóku sig upp í Svíþjóð og fluttu til Noregs aftur?

Við unnum áður með Kenneth Kvam, sem er nú rekstrarstjori hér a Ringnes Gård, á Støtvig Hotel. Hann bauð okkur að koma og vera med i þessu verkefni ad opna aftur veitingastaðinn og hótelið.

Hóttelið verður fyrst um sinn aðeins fyrir hópa og ráðstefnur. En núna um páskana ætlum við að hafa opið á barnum fyrir alla til að leyfa gestum og gangandi að koma og sjá að hér er búið að opna aftur.

Vid tökum einnig að okkur brúðkaup, stórafmæli, árshátíðir og fleiri viðburði.

 


Tom Vaagbø, yfirmatreiðslumaður, Ringnes Gård, Norefjell

 

Tom Vaagbø sambýlismaður Rósu er norskur og hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður á Ringnes Gård.

 

Hann kemur frá a litlum bæ sem heitir Torvikbukt og er í Gjemnes í Møre og Romsdal sýslu. Hann hefur unnið í Molde, Kristiansund og Þrándheimi. Kynni tókust með þeim er þau unnu saman á Støtvig Hotel i Larkollen, Østfold.

 

Hann hefur starfað sem matreiðslumaður síðustu tvö ár á  Grand Hotel Verandan Stokkhólmi.

 

 

 

 

 


Eins og sjá má hefur verið gerð gangskör í að endurnýja þetta gamla hótel sem fyrst var reist árið 1325.


 

Ritsjórn hvetur því alla sem vilja leggja leið sína í Íslendingahúsið í Norefjell um páskana að líta við hjá Rósu og Tom og fá sér hanastél eða ölglas svo það sé nú ekki talað um góða máltíð með mat úr heimabyggð staðarins.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.