Í dag er Gudmundsdagen í Noregi.
Guðmundsdagen, 16. mars, var minningardagur Guðmundar góða Arasonar biskup, sem aldrei varð gerður að helgum manni, en var dýrkaður sem helgur, þar á meðal í Noregi. 

Guðmundur Arason hinn góði fæddist á Grjótá í Hörgárdal 1161 en lést á Hólum í Hjaltadal 16. mars 1237.

Hann var biskup á Hólum (1203 – 1237) og fékk fljótt orð á sig fyrir góðmennsku og þótti hafa til að bera mikla mildi og mýkt.

Hann hlaut því viðurnefnið „góði“ sem merkir helgur maður og töldu sumir að í nálægð hans gætu gerst kraftaverk. Hann varð fljótt umdeildur biskup og átti alla sína biskupstíð í deilum við volduga höfðingja.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.