Blaðinu hefur borist bréf:

Þau gerast ekkert mikið stærri tíðindin og er nokkuð öruggt að þetta er það langstærsta sem gerst hefur í íslenskum hnefaleikum frá upphafi?

Valgerdur Gudsteinsdottir er hér búin að fá risavaxið tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitil hjá einu af þremur stóru boxssamböndunum, WBC ( World Boxing Council), og það strax næsta laugardagskvöld í Osló, gegn gríðarlega öflugum andstæðingi, hinni norsku Katharina Engene Thanderz sem er ósigruð enn⚡

Þetta kom upp með skömmum fyrirvara og var eiginlega bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. Katharina átti að mæta annari stelpu, en sú dró sig út úr bardaganum um helgina og þá hófst panikkleit að andstæðingi sem gæti tekið hennar stað með skömmum fyrirvara. Valgerður svaraði kallinu og núna liggur það fyrir að hún er að fara að berjast um heimsmeistaratitil?

Djöfuls veisla?

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.