Enginn af þeim heildsölum, sem flutt hafa inn páskaegg frá Nóa Siríus, Góu eða Freyju til Noregs síðustu ár og dreift í verslanir, munu dreifa páskaeggjum þetta árið.

Tímaþröng og hár sendingarkostnaður er skýring frá einum heildsalaanum.

Góa treystir sér ekki til að senda egg til Noregs án þess að þau brotni og verða þau því ekki seld fyrir þessa páska. Freyja sendir engin páskaegg til Noregs þetta árið heldur.

Ingunni Þórarinsdóttur hjá sukkuladi.no sem flutt hefur inn ótal páskaegg síðustu ár frá Nóa Siríus og dreift í t.a.m. Meny verslanirnar, segir í samtali við ritstjórn Nýja Íslands:

Í ár tökum við ekki inn egg, lentum í tímaþröng með pöntunina sem myndi gera sendingarkostnaðinn alltof háan. Komum sterkari tilbaka næsta ár.


Nóa Siríus páskaeggin hafa verið um áratugabil eitt vinsælasta sælgætið hjá Íslendingum um páska.

Þegar ritstjórn leitaði eftir upplýsingum frá Finni Geirssyni, forstjóra Nóa Siríus sagði hann:

Undanfarin ár hafa tveir aðilar selt eggin okkar í Noregi, en því miður enginn þetta árið. Það er sennilega best að leita til Nammi.is, þar eiga eggin okkar að vera til sölu.

Í samtali við markaðsdeild Góu kom fram að þau treyst sér ekki til þess að senda páskaegg til Noregs án þess að þau brotni.

Við erum ekki með neina dreifingu í Noregi því miður, alltaf erfitt að senda egg erlendis því alveg sama hversu vel þú pakkar þeim þá er alltaf hætta á að sælgætið inni í eggjunum brjóti skeljarnar innan frá.


Freyja

Linda Ævarsdóttir hjá sælgætisgerðinni Freyju segir í samtali við ritstjórn Nýja Íslands að páskaegg þeirra séu ekki seld í Noregi.

Það er því ekki svipur hjá sjón í hillum norskra stórmarkaða fyrir þessa páska og enn óvíst hvort að nokkur íslensk páskaegg muni verða í sölu í Noregi.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.