Ef þú flytur lögheimili frá Noregi til Íslands, þá er ekki lengur hægt að nota norska evrópska sjúkratryggingakortið. Norska evrópska sjúkratryggingakortiðgildir bara fyrir þá sem er búsettir og sjúkratryggðir í Noregi.

Það sem þeir þurfa, er flytja frá Noregi til Íslands er að færa sjúkratryggingarétt þinn frá Noregi til Íslands, svo viðkomandi þurfi ekki að bíða í 6 mánuði eftir að komast inn í íslenska kerfið.

Það vottorð sem þarf að fá í Noregi og fara með til Íslands er ýmist kallað SO40, E 104 eða N104.

Þetta vottorð má sækja um hér hjá NAV fyrir þá sem eru að flytjast frá Noregi:

* Forespørsel om bekreftelse på medlemskap i folketrygden NAV 02-01.01

https://www.nav.no/no/Person/Skjemaer-for-privatpersoner/skjemaveileder/vedlegg?key=472343

Sjá nánar af vef TR:
https://www.tr.is/flutningur-a-millli-landa/flutningur-til-islands/flutningur-vegna-atvinnu/

* Flutt frá EES-landi
Undanþága er veitt frá sex mánaða biðtíma ef vottorði SO40 (E 104/N 104) er skilað til Sjúkratrygginga Íslands við flutning frá öðru EES/EFTA/norrænu landi og það fært í tryggingaskrá.

* Flutt frá Norðurlöndum
Þegar flutt er til Íslands frá Norðurlöndum er hægt að sækja um undanþágu frá því að skila inn SO40 ( E 104/N 104) vottorði ef búseta þar var skemmri en eitt ár.

SO40 (E 104/N 104) vottorðið
Vottorð fyrir þá sem flytja til Íslands frá öðru EES-landi og breyta um tryggingaland.

Vottorðið er staðfesting á tryggingar-, starfs og búsetutímabilum í öðru EES landi

 

1 thought on “Hvernig flytja má sjúkraréttindi frá Noregi til Íslands án þess að bíða 6 mánuði

  1. Ég reyndi að fara eftir þessum leiðbeiningum frá Sjúkratryggingum og Tryggingastofnun og leitaði lheilt kvöld að þessum eyðublöðum hjá Nav og fann ekki. Loks hringdi ég í Nav
    Internasjonalt (arbeid og opphold i utlandet og i Norge): +47 21 07 37 00 og fékk mér til undrunar snögga og góða afgreiðslu. Einstaklingar fá ekki þessi vottorð heldur verður Tryggingastofnun að sækja um það eftir að maður er búinn að skrá sig inn í landið og þá tekur NAV mark á umsókninni.
    Eruð þið ekki rétti aðilinn til að gera athugasemdir við þetta hjá íslenskum yfirvöldum? Ég er vís til að skrifa þeim líka á leið minni yfir hafið – hef þá væntanlega ekkert annað að gera. Allavega verð ég að hafa samband við Tryggingastofnun og heimta að þeir sækji um þetta fyrir mig.

Leave a comment.

Your email address will not be published. Required fields are marked*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.