Nokkuð hefur verið rætt, meðal Íslendinga sem til Noregs flytja, hvernig fá megi staðfestingu á íslensku veiðikorti í Noregi.

Margir lenda í flóknum samskiptum við stofnanir og ráðuneyti á meðan aðrir fá þetta afgreitt fljótt og án athugasemda.

 

Ritstjórn hafði samband við einn íslenskan veiðimann hér í Noregi sem búinn er að fá sitt veiðikort viðurkennt hjá norskum yfirvöldum. Hann deilir hér með reynslu sinni og gefur okkur helstu upplýsingar

Umhverfisstofnun CMYK

Ferlið virka svona:

 • Sendið tölvupóst á Umhverfisstofnun (https://www.ust.is/) á netfangið ust@umhverfisstofnun.is og óskið eftir að fá staðfestingu á íslensku veiðleyfi þar sem þið séuð að sækja um veiðikort í Noregi. Þau hjá Umhverfisstofnun vita alveg  hvað þarf.
 • Sendið svo tölvupóst á Jagerregisteret (https://www.brreg.no/person/jegerregisteret/) á netfangið jegerregisteret@brreg.no
  • með textanum

   Jeg ønsker å få godkjent jagerkort fra Island

  • ásamt eftirfarandi fylgigögnum:
   • afrit af vegabréfi,
   • upplýsingum um norskra kennitölu, heimilsfang, símanúmer og öðrum almennum upplýsingum,
   • afrit af byssuleyfi ef viðkomandi á skotvopn en þetta er ekki skylda.

Eftir að þetta hefur fengið meðferð hjá norskum yfirvöldum þá færðu sent norskt veiðikort/jagerkort sem veitir þér rétt til að hefja veiðar í Noregi.

En að sjálfsögðu þarf viðkomanei að vera með skráða byssu á sig og það sækir maður um hjá lögreglunni. Það er í raun auðveldur eftirleikur ef viðkomandi er með veiðikortið/jagerkort. Þetta er í raun sama ferli og á Íslandi.

maxresdefault[1]

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.