Hljómsveitin Vinir vors og blóma mun leika fyrir dansi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Ósló þann 24. febrúar næstkomandi. Þetta hefur Nýja Ísland fengið staðfest.

Vinirnir hafa áður heiðrað áhugafólk um íslenskan þorramat með nærveru sinni en það var 2013 og 2014 hér í Ósló. 

Síðastnefnda árið komu þeir fram ásamt stórsöngvaranum Helga Björnssyni við góðann orðstírr. 

Hljómsveitin kemur nú í kjölfar Skítamórals sem spilaði á þorrablótinu í fyrra.  

Guðmundur Nortind Gíslason, var á árum áður umboðsmaður hljómsveitarinnar Skítamórals og starfaði lengi með Síðan skein sól.

Gummi Gísla, eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið viðloðandi skemmtanalíf Íslendinga í mörg ár, jafnt í Noregi sem og á Íslandi, og skipulagt marga viðburði, bæði á eigin vegum og í nafni Íslendingafélagsins í Ósló.

Það er einmitt hann sem stendur fyrir skipulagningu þorrablótsins núna fyrir hönd íslendingafélagsins og er þetta 13. blótið sem hann kemur að. 

Hann segir að það sé mikil ánægja að geta boðið veislugestum upp á landsþekkta tónlistarmenn.

 

Vinir vors og blóma

Hljómsveitin Vinir vors og blóma var stofnuð í Stykkishólmi 6. Febrúar 1993. 

Sveitin er í rótina Busarnir, en í kjölfarið á því ágæta bernskubreki voru dregnir inn í bandið þeir Birgir Nielsen trommuleikari og Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, úr soul-hljómsveitinni Testemony.

Þeir tveir ásamt Þorsteini Gunnari Ólafssyni söngvara, Siggeiri Péturssyni bassaleikara og Njáli Þórðarsyni hljómborðsleikara mynduðu 

Vini Vors & blóma og starfaði bandið í þeirri mynd til 30 september 1996, þegar VV&b hættu formlega.

(Af Wikipedia)

Forssöngvari hljómsveitarinnar í dag er Bergsveinn Arilíusson og mun hann koma fram með hljómsveitinni.

Hér má finna spilunarlista af nokkrum af
vinsælustu lögum Vina vors og blóma á Spotify 

Sjá einnig

 – ÞORRABLÓT ÍSLENDINGAFÉLAGSINS Í ÓSLÓ VERĐUR HALDIÐ 24 FEBRÚAR 2018

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.