Samkvæmt heimildum Nýja Íslands er nú öll 190 sætin sem í boði voru á þorrablót Íslendingafélagsins í Ósló þann 24. febrúar á Sagene Festivitetshus uppseld.

Enn má þó kaupa miða í forsölu hérá skemmtun sem á eftir matnum verður en miðaverð fyrir hana er 250 krónur. Athugið að ekki verða seldir miðar við innganginn.

Fyrir dansi leikur hljómsveitin Vinir vors og blóma.

Bryndís Ásmundsdóttir verður veislustjóri og fer með gamanmál ásamt sérlefum leynilegum aðdánda.

En hún mun ekki bara stýra veislunni heldur einnig syngja nokkur lög með hljómsveitnni.

Hún mun þar taka m.a. þekkt lög með Tinu Turner, Amy Winhouse og Janis Joplin ásamt fleirum.

– Lestu meira á Nýja Íslandi

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.