Kristinn T skrifar:

Fyrir 4 árum síðan tóku sig til tveir drengir, Einar allsherjargoði og Snorri alt mulig mann og buðu til hangikjötsveislu á kostnaðarverði í litlum sal sem Einar hafði umsjón með.

Í þá veislu mættu um 30 manns og upp úr því fæddist sú hugmynd að það væru margir Íslendingar í Noregi sem hefðu áhuga á að komast í hefðbundinn og góðan íslenskan mat frá Íslandi eins og til dæmis skötu, hangikjöt, saltkjöt og baunir og þorramat.

Fyrir þessari matarmenningu hafa þeir staðið í 4 ár og hef ég notið þess að vera sem aðstoðarmaður þeirra. Vinnan í kring um hvern viðburð hefur verið sjálfboðavinna sem felst í því að fara til Íslands og sækja hráefni, verka það, elda, uppfarta og ganga frá ásamt því að finna sal fyrir hverja veislu. Eiga þeir stórt hrós skilið fyrir allan þann tíma og vinnu sem þeir hafa lagt í þetta.

Ég spurði þá félaga hvernig þeir nenntu að standa í þessu þegar enginn er hagnaðurinn og svaraði þá Einar allsherjargoði: „Ég elska að gleðja fólk.“

Nú teljum við okkur búin að finna besta salinn sem okkur hefur boðist hingað til og verður hangikjötsveislan haldin þar á þrettándanum.

Salurinn hefur upp á að bjóða fullkomið eldhús með gufuofni, postullínleirtaui og öllu sem til þarf til að gera salinn að því sem við köllum þriggja stjörnu veitingastað.

Staðurinn heitir Krystallen og er í Treffsenter, Feltspatveien 29, 1155 Oslo.

Facebooksíða klúbbsins

Tengdar fréttir

4 thoughts on “Um klúbbinn íslensk matarmenning

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.