Aðeins 25 sæti í boði. Fyrstur kemur, fyrstur fær!
– Þorrablót í Bergen.

 

Í tilkynningu frá stjórn félagsins kemur eftirfarandi fram:

Viðburðurinn er öllum opinn enn í ár ætlum við að takmarka miðafjöldan við 25 stk. Stjórninn hefur metið þetta þannig í ár eftir reynslu síðustu ára þar sem þáttakan hefur því miður farið dvinandi. Enn til að halda í hefðina sem okkur í stjórninni þykir mikilvæg, sníðum við okkur stakk eftir vexti og bjóðum 25 Íslendingum að koma saman og njóta þorramatarins.

Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, hún hefst með borðhaldi kl 19:00.

Á boðstólnum verður að sjálfsögðu girnilegur íslenskur þorramatur. Siðan verða heimatilbúin skemmtiatriði, happdrættið verður á sínum stað og að lokum verða settar „plötur á fóninn“ og boðið í dans.
Gestir eru beðnir um að hafa með sér drykkjarföng, þar sem engar vínveitingar verða á staðnum (lumum þó á einhverju hefðbundnu sterku í glösin).

Það verður að panta miða með því að senda e-póst á isbjorg@gmail.com og greiða miðann fyrir 12. febrúar inn á reikning 3637.25.18612

MIÐAVERÐ ER KR 550 Á MANN

Húsið opnar kl 18:30

Ekki er gert ráð fyrir að gestir komi eftir að borðhald hefst

FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ

 

Sjá viðburð á FB

 

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.